- Auglýsing -
Leit af manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík liggur niðri en aðstæður á svæðinu eru erfiðar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti það í samtali við mbl.is að grjóthrun hefði orðið í sprungunni og því hafi þeir gert hlé á leitinni.
Stöðufundur verður tekinn klukkan níu en þá verði staðan endurmetin. Enn er óljóst hvernig leitin gengur en nauðsynlegt var að gera hlé á leitinni af öryggisástæðum.