Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Gerir unnustu sína brjálaða með tuði: „Endar í geymslunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Freyr Gunnsteinsson er 34 ára, fæddur og uppalin á Seltjarnarnesi. Hann er þjónustufulltrúi hjá BL og bassaleikari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Arnar býr ásamt Jóhönnu, unnustu hans, í Árbænum. Arnar er Neytandi vikunnar.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

Já, ég skoða alltaf verð á sambærilegum vörum þegar ég er að versla í keðjunum. Get stundum gert Jóhönnu vitlausa þegar ég fer að pæla í hver framleiðir vörur merktum keðjunum eins og t.d. hver framleiðir Bónus-pylsur, Krónu-brauðið og svo tuða ég yfir því að þetta sé allt sami framleiðandinn en samt allur þessi verðmunur.

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Hér á árum áður þegar ég fyrst flutti úr foreldrahúsum þá var ég orðinn algjör snillingur í að matreiða ódýrar máltíðir. Mín uppáhalds var eggjasteiktar núðlur með steiktu grænmeti úr frystinum. Uppreiknað núvirði máltíðarinnar er 149 kr. Ég á það til að gera kjarakaup á síðasta séns í Krónunni. Þar leynast oft helvíti góðir bitar en svo er gott sparnaðarráð að þykjast gleyma að kaupa eitthvað…..aaalveg óvart. Svo veit ég að ég get gert miklu miklu betur í því að vera skipulagðari í matarinnkaupum og ef ég ætti 109 kr fyrir hvert skipti sem ég kaupi mér Pepsi Max í dós þá væri ég í nokkuð góðum málum.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Ég á það alveg til að nýta mér síður eins og Brask og Brall, Bland.is og fleira til að kaupa suma hluti. Oft hægt að taka gamla þreytta hluti eins og t.d. stofuborð og gefa því nýtt líf með smá yfirhalningu. Annars erum við Íslendingar mjög duglegir að endurnýta kjöt, grænmeti og ávexti sem ekki seljast erlendis.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Ég hef svona í seinni tíð reynt að tileinka mér það að kaupa frekar gæði fram yfir magn þegar það kemur að fötum. Matar og fatainnkaup eiga það pínu sameiginlegt að fólk á það til að kaupa of mikið af öllu. Það kannast flestir við að eiga boli og skyrtur inní skáp sem maður passar ekki í en tímir ekki að henda eða vera með troðfullan ísskap af „mat“ t.d. sósum og fl. sem endar svo á því að fara í ruslið við næstu tiltekt. Maður er alltaf að reyna að átta sig á því að maður þarf ekki að eiga allt….alltaf. Að gefa upplifun í gjöf er ein mesta snilldin. Þá sleppur maður alveg við að gefa eitthvað sem endar í geymslunni hjá viðkomandi.

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Ís.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Já, að sjálfsögðu en ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég gæti ekki gert betur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -