Magnús Kr. Guðmundsson, sem á dögunum var dæmdur til þriggja mánaða fanglsisvistar fyrir að stýra skipi undir áhrifum fíkniefna og án réttinda, notaði gervigreind til að skrifa afsökunarbeiðni vegna málsins á Facebook.
Sjá einnig: Skakki skipstjórinn biðst afsökunar: „Tek fulla ábyrgð á mistökum mínum“
Skipstjórinn skakki birti sem sagt afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á mistökum sínum en nú er komið á daginn að afsökunarbeiðnina skrifaði hann ekki frá eigin hjarta, heldur notaðist hann við gervigreindarforritið Chat.gpt, til að skrifa afsökunina.
Í færslu á Facebook daginn eftir afsökunarbeiðnina skrifaði Magnús eftirfarandi færslu:
„Chat.gpt hjálpaði mér í dag og í gær. Gaman að seigja frá því. Svo er hér frétt sem kom í Mannlif. https://www.mannlif.is/…/skakki-skipstjorinn-bidst…/