Nóttin var róleg samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Klukkan 00:46 var gestur skemmtistaðar, í miðbænum, handtekinn eftir að hann hafði kastað glasi í höfuð annars. Hann vistaður í þágu rannsóknar málsins. Ekki er vitað um áverka þess er glasið hæfði.
Í tilkynningu slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu segir einnig að vaktin hafi verið róleg. Forgangsflutningar 22 talsins sem telst lágt hlutfall af þeim 113 flutningum sem voru farnir.
Þá segir að dælubílarnir hafi einungis farið tvisvar út húsi og í bæði skiptin til að aðstoða borgara.