Dr. Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, er látinn. Hann var bráðkvaddur í fjölskylduferð á Ítalíu. Gísli var 65 ára að aldri. Mbl.is greinir frá.
Gísli Arnór var fæddur 5. ágúst 1956 og var sonur hjónanna Víkings Heiðars Arnórssonar, læknis og prófessors, og Stefaníu Gísladóttur.
Árið 1986 var Gísli ráðinn til Hafrannsóknarstofnunar þar sem hann starfaði til hinsta dags. Gísli varð yfirmaður hvalarannsókna og vann sér inn virðingu sem fremsti hvalasérfræðingur landsins.
Mannlíf vottar fjölskyldu og aðstandendum Gísla innilega samúð sína.