Mikið hefur verið rætt um blóðmerahald síðasta árið eftir að myndband sem sýnir hroðalega meðferð fylfullra mera á Íslandi komst í hámæli. Gerð var könnun, þar sem almenningur var spurður út í þessa starfsemi og sýndi hún svart á hvítu að almenningur er á móti blóðmerahaldi
Þá gefur að skilja að sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gísli Marteinn hafi brugðið þegar hann sá frétt, þar sem fram kom að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hafi verið blóðmerabóndi.
Gísli segir í twitter færslu sinni:
„Ég sá þetta annarsstaðar og hélt í alvöru að þetta væri fótósjoppað grín. En nei, dómsmálaráðherra var blóðmerabóndi og er á móti því að banna þetta dýraníð.“
Ég sá þetta annarsstaðar og hélt í alvöru að þetta væri fótósjoppað grín. En nei, dómsmálaráðherra var blóðmerabóndi og er á móti því að banna þetta dýraníð. pic.twitter.com/AahKZ8Bj2d
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) May 25, 2022