Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Gísli Marteinn segir næstu 10 daga erfiða fyrir marga: „Ætlum að vera mjög góð hvert við annað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á þriðjudaginn byrjar sólin að hækka á lofti. Skammdegið er erfitt fyrir margt fólk en þessir 10 dimmustu dagar framundan eru líka heillandi og það vill til að þetta eru dagarnir sem við ætlum að vera mjög góð hvert við annað.“

Þetta skrifar Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaðurinn geðþekki, á Twitter í dag. Þetta eru orð að sönnu og falleg skilaboð inn í daginn.

Ýmsir glíma við skammdegisþunglyndi á þessum árstíma, enda hefur löngum verið vitað að dagsbirta hefur áhrif á líðan fólks. Það þarf því ekki að koma á óvart að aukinna þyngsla verði vart í fólki þegar sólin lætur varla sjá sig á daginn.

Mynd/skjáskot: vedur.is

Í Reykjavík í dag er sólris klukkan 11:16 og sólarlag klukkan 15:29. Það þýðir að sólin er einungis á lofti í fjórar klukkustundir og þrettán mínútur. Á Ísafirði er sólris klukkan 12:01 og sólarlag klukkan 14:55. Þar nær sólin því ekki þremur klukkustundum á lofti.

Stysti dagur ársins dálgast óðfluga, en hann er þann 21. desember. Þá rís sól klukkan 11:22 í Reykjavík og sest klukkan 15:30. Á Ísafirði verður sólris þennan dag klukkan 12:08 og sólsetur klukkan 14:53.

Á þessu myrka tímabili er fólk oft þreyttara en á öðrum árstímum. Það er því um að gera að sýna sjálfum sér þolinmæði og ætla sér ekki um of – jólin koma þrátt fyrir að ekki hafi verið þurrkað ofan af efstu skápunum eða þótt geymslan hafi ekki verið tekin í gegn. Jólaskraut, seríur og kerti hjálpa mörgum í glímunni við myrkrið.

Þessi árstími er í gamalli þjóðtrú talinn sá tími sem dyrnar milli heima opnast upp á gátt. Það er því ekki úr vegi að fagna tímanum sem spennandi og dularfullum; lesa þjóðsögur, draugasögur og hafa það notalegt. Og eins og Gísli Marteinn segir í færslu sinni, sjá það sem er heillandi við þessa daga og hlúa að sínum nánustu.

Myrkrið býður upp á allskyns notalegheit.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -