Japanski sendiherrann á Íslandi tók fallega ljósmynd af Esjunni og jólaumferðinni í borginni og sagði Gísla Martein sjálfsagt hafa ýmislegt um málið að segja. Það var rétt hjá honum.
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsþáttastjórnanda og aðal talsmaður bíllauss lífsstíls, svaraði í gærkvöldi Twitter-færslu Suzuky Ryotaro, sendiherra Japans á Íslandi. Suzuky birti fallega ljósmynda af Esjunni og Grand hótel og langri röð bíla í jólaumferðinni. Skrifaði sendiherrann eftirfarandi texta við ljósmyndina: „Esjan og Grand hótel við sólsetur. Og ótrúleg röð bíla á götunni. Ég er viss um að @gislimareinn hefur eitt og annað að segja um málið.“
Og Suzuky hafði rétt fyrir sér. Gísli Marteinn var ekki lengi að „svara kallinu“ en hann skrifaði færslu og límdi færslu sendiherrans við. Þar stóð: „Ég þakka sendiherranum fyrir þessa fínu mynd. Mig vil óska fólkinu í bílunum gleðilegra jóla og óska þess að þau sjái á nýju ári hvað þetta er galið kerfi. Allt fólkið í þessum bílum kæmist fyrir í tveimur strætóum eða svo. Það væri betra fyrir fólkið sjálft, borgina og jörðina.“
Svo mörg voru þau orð.
Ég þakka sendiherranum fyrir þessa fínu mynd. Mig vil óska fólkinu í bílunum gleðilegra jóla og óska þess að þau sjái á nýju ári hvað þetta er galið kerfi. Allt fólkið í þessum bílum kæmist fyrir í tveimur strætóum eða svo. Það væri betra fyrir fólkið sjálft, borgina og jörðina. https://t.co/tZcps2n33V
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) December 23, 2022