Gísli Marteinn skilur ekkert í umræðunni um Borgarlínuna og segir hann ekkert af því góða fólki í prófkjörinu þora að styðja Borgarlínuna af fullum krafti. Gísli tjáði sig um málið á Twitter í gær:
„Þótt það sé margt mjög gott fólk í prófkjörinu þá sé ég ekki betur en þau séu 100% á Miðflokkslínunni. Hef ekki séð neitt þeirra tala fyrir byggð í #102rvk, ekkert þeirra þorir að styðja Borgarlínu af fullum krafti og öll tala um að byggja ný hverfi eða spreða út lóðum,“ skrifar Gísli og bætir við:
„Umræðan um Borgarlínu er líka svo furðuleg. Nú talar fullt af flottu fólki um að það þurfi að fara útvatnaða og ódýrari leið. ‘Millileið’. Þetta fólk virðist ekki vita að Borgarlínan ER ódýr millileið! Ég og mörg önnur vildum léttlest. Að útvatna ódýru millileiðina er glatað!“