Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Gísli þurfti að síga niður úr þyrlu út í Eldey – „Ég fæ enn þá hroll þegar ég hugsa um það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Einarsson talar um fjölmiðlaferilinn, húmorinn, Borgarfjörð, náttúruna og djöfulinn sem hann hefur að draga í nýju helgarblaði Mannlífs. Gísli hefur verið í fríi frá skjánum eftir fótbrot en hefur hann stýrt Landanum á RÚV í rúman áratug.

Gísli Einarsson
(Mynd: Gunnhildur Lind Hansdóttir)

Aðsðurður hvað standi upp úr í Landanum segir hann margt eftirminnilegt. „Það er ekkert eitt viðtal en ég hef stundum nefnt það að við fórum inn í húsið sem var verið að grafa undan hrauninu í Vestmannaeyjum sem núna er til sýnis í Eldheimum í Eyjum. Svo er það eftirminnilegt þegar við Karl Sigtryggsson, sem var aðalpródúsent þáttarins þangað til í sumar, fórum í göngur á einstöku svæði í Öræfunum. Breiðamerkurfjall er magnaður staður sem er umlukinn jöklum og stórfljóti og kindurnar ferjaðar yfir fljótið á pramma. Það er líka mjög eftirminnilegt þegar við fórum út í Eldey. Þá þurfti ég að síga niður úr þyrlu en ég er næstlofthræddasti maður á Íslandi og ég fæ ennþá hroll þegar ég hugsa um það.“ Gísli nefnir að það sé eftirminnilegt að hafa hitt alla viðmælendurna og hann nefnir líka samstarfsfólk sitt. „Það safnast saman heilmikill auður; allavega fyrir mig andlega. Þetta eru forréttindi.“ Viðtalið við Gísla má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -