Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Gist er í 115 íbúðum í Grindavík: „Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun ef illa fer?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson segir það hrollvekjandi að af þeim sem gista þessa næturnar í Grindavík, þrátt fyrir yfirvofandi eldgos, séu einhverjir sem geri það af sárri neyð því þeir hafi ekki í önnur hús að venda.

Samfélagsrýnirinn glöggi frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann talar um yfirvofandi eldgos og þá staðreynd að sofið sé í 115 íbúðum í Grindavík þessar næturnar. „Jafnframt kom fram í fréttum að varnargarðurinn norðan Grindavíkur er fjarri því að vera fullgerður og varla til stórræðna ef á reynir,“ skrifar Björn og heldur áfram. „Sömu fréttir upplýstu að landris í Svartsengi er komið á það stig að nánast allir vísindamennirnir tala um eldgos á næstunni með afar litlum fyrirvara. Ekki bara hættu á eldgosi á sama stað og gaus á 18. desember – í Sundhnúkasprungunni norðanverðri – heldur allt eins að eldgos verði í Svartsengi (Illahrauni) og jafnvel innan bæjarmarka Grindavíkurbæjar, syðst í sprungunni! Það er við þessar aðstæður sem sofið verður í 115 íbúðum eða jafnvel fleirum í nótt og næstu nætur!“

Þá segir hann einhverja gista í Grindavík af illri nauðsyn því þeir hafi ekki í önnur hús að venda. „Mér finnst sú vitneskja og tilhugsun einfaldlega hrollvekjandi og set mjög stórt spurningamerki við áhættumat yfirvalda og stjórnun á svæðinu. Hugsanlega er verið að boða eldgos í Svartsengi (Illahrauni), eldgos sem kæmi nánast upp undir Bláa lóninu.Það er ekki víst að náttúran setji slíkt gos af stað að næturlagi af tillitssemi við eigendur Bláa lónsins og þeirra viðskiptavini. Sömuleiðis er vakin athygli á hugsanlegu eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur, en ítrekað að þar sé fólki heimilt að dvelja á eigin ábyrgð!“

Björn spyr að lokum hver muni bera ábyrgð ef illa fer.

„Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun ef illa fer?

Mér er farið að renna kalt vatn á milli skinns og hörunds við tilhugsunina um alla þá óstjórn og undanlátssemi sem einkennir flest allar ákvarðanir yfirvalda á hamfarasvæðinu.
Atburðurinn er ekki búinn.

Allar ákvarðanir yfirvalda eiga að taka mið af því.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -