Í gær gaf fjármála- og efnahagsráðherra út tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd.
Nokkrar af breytingunum sem lagðar voru til:
- Innleiðing gjaldtöku á hreinorkubifreiðar til að vega á móti tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis.
- Krónutölugjöld uppfærast með nýrri áætlun um verðlagsþróun.
- Innleiðing sértækra gjaldabreytinga, þess á meðal: Breytingu á gjaldtöku í fríhöfninni vegna, minni afsláttar á áfengis- og tóbaksgjaldi. Fyrikomulag og umfang verðmætagjalds vegna sjókvíeldis verði endurskoðað og varaflugvallagjald verði lagt á.
Á vef stjórnarráðsins kemur fram: Umfang þeirra aðgerða sem lagðar eru til nemur um 0,7% af vergri landsframleiðslu – eða 26 milljörðum króna. Slíkt umfang ráðstafana er áætlað að skili ríkissjóði vel á veg með enn frekari lækkun halla, auk þess að vega á móti þörf fyrir stýrivaxtahækkanir. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023.
Hér má lesa tilkynningu Stjórnarráðsins í heild sinni.