Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Gjaldtaka í öllum jarðgöngum landsins: „Hljómar þetta afskaplega illa fyrir okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirhugaður kostnaður að Fjarðarheiðargöngum er 47 milljarðar króna. Innviðarráðherra boðar frumvarp þess efnis að gjaldtaka verði tekin upp í öllum jarðgöngum landsins sem standa eigi undir framkvæmdakostnaði Fjarðarheiðarganga og annarra framtíðar jarðganga.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var varpað ljósi á málið. Fjarðarheiðargöng verða lengstu veggöng á Íslandi heilir 13,3 kílómetrar og er svo fjárfrek að 17,7 milljarða króna framlög samgönguáætlunar ná hvergi nærri upp í heildarkostnaðinn.

Á Seyðisfirði búa 669 manns og er því áætlaður kostnaður á hvern íbúa um það bil 66 til 70 milljónir króna. Fullyrðir Sigurður Ingi gríðarlegan samfélagslegan ávinning af göngunum.

Óljós ávinningur

Í kjölfarið hefur Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í Fjarðabyggð sagt að fyrirhuguð gjaldtaka komi íbúum svæðins afskaplega illa. Fréttastofa RÚV ræddi við bæjarstjórann í hádegisfréttum.

„Íbúar þurfa að fara á milli hverfa til að sækja þjónustu, sækja vinnu, sækja menntun. Þá er þetta náttúrulega, hljómar þetta afskaplega illa fyrir okkur í þeirri mynd eins og þetta er birt núna. Og það er gríðarlega mikilvægt að innviðaráðherra og innviðaráðuneytið skoði það mjög vel hvað útfærslur þeir ætla í þessu frumvarpi.“

- Auglýsing -

Þá bendir Jón Björn jafnframt á að vegakerfið sé þegar skattlagt með álagningu eldsneytis. Margir sem sæki atvinnu daglega þurfi jafnvel að fara í gegnum tvenn jarðgöng. Þessi hópur verði því tvískattlagður.

Jón Björn segir að lokum: „ Og það getur ekki gengið hvort sem það er um Fjarðabyggð að ræða eða annars staðar á landinu. Þannig að við verðum að horfa á það kerfi sem er á bak við þessar samgönguframkvæmdir í heildi sinni. Þannig að það sé einhver svona við getum sagt jafnræði í því hvernig við þurfum að sækja okkur þjónustu aðra og hvað við greiðum fyrir.“

Ekki náðist í Sigurð Inga, innviðaráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -