Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Glæpahópur ekki talinn tengjast morðinu á Kolfinnu: „Ekki á höttunum á eftir sögusögnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert bendir til þess að sögusagnir um að skipulagður glæpahópur sé viðriðinn morðið á Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur séu réttar, samkvæmt Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Miklar sögusagnir eru í samfélaginu um að skipulagður glæpahópur sé tengdur morðinu á hinni 10 ára Kolfinnu Eldeyju á sunnudagskvöld. Mannlíf heyrði í Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og spurði hann út í þær sögusagnir. „Þannig er það almennt séð með sögusagnir, að á meðan ekkert concrete (ísl. áreiðanlegt) kemur fram, þá erum við ekkert á eftir því. Við erum á eftir því sem getur gefið raunsannar upplýsingar sem varða rannsóknina,“ svaraði Grímur og bætti við: „En við erum ekki á höttunum á eftir sögusögnum, við getum bara ekki eytt tíma í það.“

Aðspurður sérstaklega út í þessar sögusagnir, að skipulagður glæpahópur sé þátttakandi í morðinu á Kolfinnu Eldeyju, hvort eitthvað áreiðanlegt hafi komið fram í þeim, svaraði Grímur einfaldlega: „Nei“. Bætti hann svo við: „En það má þá hvetja fólk sem er með upplýsingar um þetta mál að koma því á framfæri við lögregluna en ekki á spjallgrúbbum á internetinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -