Aron nokkur lýsir sjálfum sér sem einmana glæpamanni á Twitter. Þar birtir hann skjáskot af samræðum sínum við meintan fanga á Litla Hrauni en sá á að eiga falinn fjarsjóð eftir vopnað rán á Akureyri. Fanginn segist losna árið 2026 en hann huggar sig við það að þá komist hann í ránsfenginn, 600 þúsund krónur.
Hér verður ekkert fullyrt um sannleiksgildi tístsins, sem er að slá í gegn á Twitter, ekki síst vegna þess hve margir benda á að fanginn hefði getað unnið í Samkaup og fengið 600 þúsund á nokkuð skömmum tíma.
Aron skrifar: „Félagi minn heldur hann sé svaka kall situr a hrauninu með 4g pung og falin 600 þus kall i eymd og volæði“ og birtir skjáskotið hér fyrir neðan.
Líkt og fyrr segir þá benda margir á að þetta hafi varla borgað sig. „12.500 í mánaðarkaup. Ekki slæmt,“ skrifar einn. Ein kona skrifar: „Hann hefði getað unnið tvo mánuði hjá Samkaup fyrir sama peninginn en valdi 4 ár í fangelsi.“ Annar maður skrifar í kaldhæðni: „600k – NÓG TIL. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af peningum þegar hann losnar eftir 4 ár.“