Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.4 C
Reykjavik

Glæpsamlega ódýrt að lenda einkaþotu hér: „Afhverju erum við gefa ríku fólki frítt leigupláss?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einkaþotur í Reykjavíka hafa verið mikið á milli tanna fólks á Twitter síðustu daga. Flestir virðast þeirrar skoðunnar að það ætti að banna komu þeirra. Í það minnsta mætti rukka meira fyrir komuna. Páll nokkur deilir myndbandi þar sem heyra má lætin sem koma reglulega frá flugvellinum. Einn maður segir að því tilefni að daggjaldið á þotustæði sé hlægilega ódýrt, það kosti meira að borga fyrir bíl í bílastæðahús.

Magnús Ragnarsson athafnamaður segir nokkuð til í því og deilir gjaldskránni. Þar má sjá að þotustæðið er ókeypis fyrstu sex klukkutímana. Eftir það er miðað við þyngd flugvélarinnar, það er einungis um 1500 krónur hvert tonn. Rukkað er fyrir sólarhringin. Þannig kostar einungis um 15 þúsund krónur að leggja Learjet 75 einkaflugvél í sólarhring. Gulfstream g700 er nokkuð stærri og sólarhringurinn kostar því 72 þúsund krónur. Klink fyrir þann sem ferðast þannig.


Félagsfræðingurinn Sigurður Ingi Ricardo vekur athygli á þessu og skrifar: „Svona gjaldskrá þar sem einkaþotur mega leigafrítt innan 6 klst er eitt af mörgu vandamálum. Afhverju er við gefa einkaþotum og ríku fólki frítt leigupáls í miðri loftslagsvá.“

Líkt og fyrr segir þá eru margir þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag sé tóm steypa. Þar á meðal er Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir og starfandi yfirlæknar á bráðadeild. Hann vísar í frétt RÚV um að einkaþotur sem hafa viðkomu á Reykjavíkurflugvelli hafi fjölgað talsvert í sumar. Þær verði líklega um 900 í ár. Mögulega vegna þess hve ódýrt það er að lenda í Reykavík. Í frétt RÚV var vitnað í Hákon Öder Einarsson, rekstrarstjóra fyrirtækis sem þjónustar einkaþotur. Hann sagði Íslendinga vilja veðja á lúxusferðamennsku.

Um þetta sagði Hjalti: „„Þetta er náttúrulega þessi lúxusferðamennska sem við Íslendingar viljum veðja á.” segir sá sem græðir á umhverfistjóninu en talar ekki fyrir mína hönd. Ef okkur væri einhver alvara í að bregðast við hamfarahlýnun myndum við banna allar einkaþotur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -