Föstudagur 25. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Gló hættir rekstri: „Við þökkum ykkur kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag skellir veitingastaðurinn Gló í lás og hættir starfsemi eftir 17 ára rekstrarsögu.

Viðskiptablaðið greindi frá því í dag að veitingastaðurinn Gló, sem hefur að undanförnu rekið tvo staði, í Fákafeni 11 og í Austurstræti 17, hætti rekstri í dag. Mun Saffran taka við rekstri veitingastaðana en vörumerkið Gló mun lifa áfram.

„Við þökkum ykkur kærlega fyrir viðskiptin í gegnum árin,“ segir í auglýsingu Gló á Facebook.

Forstjóri Heimkaupa og eigandi Gló, Gréta María Grétarsdóttir, segir í samtali við Viðskiptablaðið að ákveðið hafi verið í síðasta mánuði, að einfalda reksturinn. „Eftir samtal við Saffran þá fannst okkur þetta góð lending. Gló lifir áfram sem vörumerki og verða vinsælustu skálaranar hjá Gló í boði á Saffran,“ segir Gréta.

Stofnandi Gló, Sólveig Eiríksdóttir opnaði fyrsta veitingastaðinn undir merkjum Gló árið 2007 í Listahúsinu að Suðurlandsbraut. Árið 2015 opnaði fjórði veitingastaður Gló í Fákafeni. Veitingastaðurinn naut mikilla vinsælda fyrir holla og lífræna rétti en auk kjúklingarétta var Gló leiðandi á tímabili í þróun grænmetis- og veganrétta á landinu.

Hugmyndir kviknuðu um að herja á heimsmarkaðinn en árið 2017 opnaði Gló veitingastað í kjallaranum á verslunarhúsinu Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og var einnig sett stefna á Svíþjóð og Los Angeles en ekki varð úr því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -