Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Gluggagægir gripinn glóðvolgur í Laugardalnum: „Gat ekki hraðað sér meira í burtu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upp komst um gluggagægi í Laugardalnum í gær.

Greint frá því í hverfishóp í Laugardal á Facebook að gluggagægir væri á ferðinni um hverfið. Þar sagði íbúi hverfsins frá því að hann hefði gripið einstakling með stóra myndavél og aðdráttarlinsu að mynda inn um glugga íbúans. Þegar ljósmyndarinn áttaði sig á því að upp hefði um hann komist hoppaði hann í bíl og brunaði í burtu. „Gat ekki hraðað sér meira í burtu þegar hann sá mig,“ skrifaði íbúinn.

Útlitslýsing frá íbúanum er svo hljóðandi: „Axlarsítt grásprengt hár, nettur, 170cm í dökkum fötum.“

Íbúinn skrifaði niður bílnúmerið og eftir að hafa flett því upp á netinu kom í ljós að bílinn er skráður á bílaleigu. Málið var tilkynnt til bílaleigunar. Ekki er tekið fram að hvort málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. Aðrir íbúar hverfisins þökkuðu fyrir að láta vita og segjast margir ætla vera á varðbergi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -