Glúmur Baldvinsson hæðist að orðum Páls Winkel um nýtt nafn í stað Litla-Hrauns.
Páll Winkel sagðist í fréttum í gær fagna fréttum um nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns og sagði að nýja fangelsi ætti að fá nýtt nafn, því það sé „greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar.“ Þessu gerir Glúmur Baldvinsson grín að.
Glúmur Baldvinsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, gerir stólpagrín að orðum Páls í færslu á Facebook. Þar segir hann að á Sturlungaöld hafi menn verið sturlaðir en það hafi svo ekki þótt nógu fínt og þá hafi menn orðið brjálaðir. Það þótti svo ekki lengur við hæfi og því urðu menn geðveikir, og svo koll af kolli. Hér má sjá færsluna:
„Litla Hraun fær nýtt nafn því það vekur slæmar hugrenningar af því nafnið er of samofið hugtakinu fangelsi. Svo þá verður að hressa uppá það. Svipað gildir um annað neikvætt.