Forsetakosningarnar hanga yfir okkur Íslendingum eins og sverð Damóklesar. En nú hefur samfélagsrýnirinn skarpi og vel skrifandi – Glúmur Baldvinsson – tekið af öll tvímæli; enda mælir hann manna heilastur.
Lesum:
„Ég hefi fengið nóg af pólitískum skít og sandkassaleik og sjúklegri valdabaráttu sjálfumglaðra misvitra og heimskra karla og kvenna sem sækjast eftir völdum valdanna og hégómans vegna.“
Sterk orð, eins og Glúmi er einum lagið, og hann er klár á því hverjum sé best að Halla sér upp að hvað forsetakosningarnar varðar:
„Því hallast ég að Höllu [Hrund Logadóttur, innskot blaðamanns]. Bjartasta von þessarar týndu þjóðar. Hún ein getur orðið það sameiningartákn sem okkur svo sárlega skortir.
Fyrir utan mig.“