Glúmur Baldvinsson hneykslast á forstjórum íslenskra fyrirtækja og segir þá fara með sömu kjaftæðisræðuna, þegar þeir hafa klúðrað málunum.
Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi, Glúmur er orðheppinn með eindæmum en í nýrri færslu á Facebook pirrar hann sig á stöðluðu svari sem hann segir forstjóra íslenskra fyrirtækja koma með eftir að hafa klúðrar málunum. „Þetta er mesta bullshit ræða sem upp var fundin,“ segir hann um svarið og bendir á að „þetta lið“ hafi allt verið ráðið af stjórnarflokkunum, ekki vegna hugsjóna þeirra fyrir hag almennings, heldur til að græða peninga, „Fyrir sig og sína.“ Færsluna má lesa hér að neðan:
„Mér finnst dáldið skondið að þegar forstjórar íslenskra fyrirtækja á fimm milljónum á mánuði skuli aðspurðir eftir allt klúðrið koma með sama staðlaða svarið: Ég hygg að núna sé ekki tíminn til að hætta því ég vil halda áfram að taka þátt í að móta stefnuna og halda áfram því ágæta starfi sem við höfum leitt og varla hætti ég í miðju fljótinu því aðeins ég og ég einn eða ein get komið okkur uppúr því og á þurran bakkann til að takast á við spennandi verkefni framundan. Þetta er mesta bullshit ræða sem upp var fundin. Því það að græða fimm plús milljónir á mánuði er ekki hugsjón fyrir almenning. Það er einkahugsjón. Pólitíkusar gætu reynt slíkt bull hefðu þeir hugsjón um hag almennings en ekki forstjóri Símans eða Íslandsbanka ofl. Því allt þetta lið var ráðið af XD og XB með hjálp VG til að græða peninga. Fyrir sig og sína. Og ofsalega mikilvæg verkefni framundan.