Glúmur Baldvinsson er víðförull maður sem fer sínar leiðir. Hann talar um raunir sínar á athyglisverðan hátt; og stundum, jafnvel oft, er erfitt að greina frá hvort honum sé alvara eður ei.
Á facebook síðu sinni birtir hann mynd og segir:
„Kínverjar þreytast ekki á því að hampa okkur Ólafi Ragnari ötulustu talsmönnum þeirra á norðurskauti fyrir stuðning við mannréttindabrot og stuðning við árásarhneigð Rússa. Takk Kína fyrir að meta okkur að verðleikum. Því miður komst Ólafur Ragnar ekki fyrir á þessari mynd. Beyond my control.“
Hann heldur áfram að skjóta föstum skotum að Ólafi Ragnari Grímssyni og tengsl hans við Kína og Rússland. Í lok mars birti hann færslu sem segir: „Mér var vel tekið við komu okkar Ólafs Ragnars til Kína í dag. Ekki er hægt að greina Ólaf á myndinni að svo stöddu.“
Síðustu ár hafa tekið vel á Glúm. Hann hefur staðið í ströngu vegna fjölskyldumála.
Í lok árs fjallaði Mannlíf um brottför hans frá Íslandi, þar sem hann staðfesti að hann myndi aldrei koma aftur:
„Gangið á Guðs vegum og lifi ríkisstjórnin. Gangið á Guðs vegum og lifi ríkisstjórnin. Gleðileg jól. Sjálfur kem ég aldrei aftur.“
„Nú hefur saxast nokk á geðheilsu Glúms. Nýlentur frá Ítalíu hinni fögru þar sem á síðasta degi var brotist inn í bíl minn og eigum okkar Korku öllum stolið; tölvum símum og nykeyptu drasli.