Glúmur Baldvinsson er afar ósáttur við nýjasta útspil Reykjavíkurborgar.
RÚV sagði frá því um helgina að Reykjavíkurborg leyfir ekki lengur ættingjum barna að vera það sem kallast stuðningsfjölskylda. Glúmur Baldvinsson er eins og margir aðrir, ansi óánægður með þessa nýju reglu.
Glúmur, sem er þekktur fyrir sótsvartan húmor, skilur hann alveg eftir í færslunni og er hreint og beint reiður. Færsluna má lesa hér:
„Borgarstjórn sem kennir sig við vinstrið – þar sem hjartað slær – og mannúð og náungakærleik og hlýju bannar ömmu og afa að styðja við börn sín og barnabörn og barnabarnabörn? Fyrir smá kaup. Börn sem eiga bágt.