Glúmur Baldvinsson lætur fjölmiðla heyra það um leið og hann tekur upp hanskann fyrir föður sinn.
Alþjóðastjórmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson tók upp hanskann fyrir föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem 21. febrúar var boðið að ávarpa þingið í Eistlandi en Glúmur er afar óánægður með skort á fréttaflutningi vegna þess heiðurs sem föður honum var sýndur. Skýtur hann fastast á Ríkisútvarpið í færslunni sem má lesa hér fyrir neðan.
„Íslenskum stjórnmálamanni er boðið af erlendu ríki að ávarpa þing þess á afmælisdegi hans. Þá er spurt hvaða íslenskur fjölmiðill fjallaði ekki um málið og hvenær hefur það áður gerst í nútímasögu íslenskrar þjóðar að íslenskum stjórnmálamanni hlotnaðist slíkur heiður? Hvað er frétt? Og að lokum hvaða íslenska stjórnmálamann þarf til þess að slíkt teljist frétt?