Góð vika
Leikskólinn Aðalþing átti mjög góða viku en hann hlaut íslensku menntaverðlaunin fyrir framúrskarandi, framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti.
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í vikunni. Þau voru upprunalega stofnuð til að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á því góða og metnaðarfulla starfi sem stundað er í skólum og frístundastarfi.
Leikskólinn Aðalþing tók til starfa í mars 2009. Í skólanum eru allt að 120 börn á aldrinum eins til sex ára og 30 starfsmenn. Starf skólans hefur einkennst af miklum metnaði, starfsþróun og umbótastarfi. Skólinn hefur frá upphafi stefnt að því að vera rannsóknarleikskóli í fararbroddi og þar hefur verið ráðist í fjölmörg þróunarverkefni.
Skólinn er rekinn í anda hugmyndafræði Loris Malaguzzi, sem oftast er kennd við bæinn Reggio Emilia á Ítalíu. Áhersla er lögð á leikinn sem undirstöðu náms hjá börnunum, skapandi starf og á að umhverfi leikskólans styðji við náttúrulega rannsóknar- og sköpunarþörf barna. Hlutverk starfsfólks er að vera samverkamenn barnanna. Lykilorð í starfinu eru ígrundun – lýðræði – náttúra – upplýsingatækni.
Starfið á Aðalþingi hefur vakið athygli á landsvísu og út fyrir landsteinana, m.a. fyrir matarmenningu sína. Áhersla er lögð á að matur sé sem mest unninn frá grunni í leikskólanum. Börnin borða í sérstakri matstofu í fallegu, heimilislegu umhverfi, börnin velja sér sjálf mat af hlaðborði og ráða hvar þau sitja.
Slæm vika
Tómas hefur undanfarnar vikur verið óhræddur við að láta skoðun sína á stöðu Landspítalans í ljós og dregur ekkert undan í gagnrýni sinni í grein sem birtist á visir.is á miðvikudaginn.
Þar segir að hann ástandið á gjörgæsludeildum spítalans vera algjörlega ólíðandi og starfsemi hjartaskurðdeildar og fleiri deilda sé í uppnámi fyrir vikið. Ekki hafi verið hægt að framkvæma neinar opnar hjartaaðgerðir í rúmlega tvær vikur á einu hjartaskurðdeild landsins. „Það er einskær heppni að engir sjúklingar hafa komið brátt inn og þurft á lífsbjargandi aðgerð að halda á þessum tíma.“
Biðlisti af alvarlega hjartveikum sjúklingum hafi hlaðist upp og þessir skjólstæðingar hans megi margir afar illa við bið eftir aðgerð enda geti sú bið beinlínis verið lífshættuleg.
Smelltu hér til að lesa brakandi feskt helgarblaðið eða flettu því hér fyrir neðan: