Beggi Dan, sonur Dönu Jóhannsdóttur, sem Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir er grunaður um að hafa myrt, segir á Facebook að hann hafi verið að fá gögnin í málinu í hendurnar. Hann segir þessi gögn sýna fram á að Skúli sé að ljúga.
Beggi skrifar: „Gögnin eru komin í hús. Skúli er að ljúga. Þeir læknar sem vörðu lífslokalækninn í gær ættu að skammast sín. Eins og ég sagði í fréttum Stöðvar 2 þá mun sannleikurinn koma í ljós.“
Skúli skrifaði færslu á Facebook þar sem hann sagðist hafður fyrir röngum sökum. Beggi segir Skúla hafa logið þar blákalt: „Í gær laug Skúli blákalt að vinum sínum og kollegum sínum á FB. Hann sagði meðal annars “niðurstaða dómkvaddra matsmanna í málunum er að sjúklingarnir hafi allir látist af náttúrulegum orsökum”, “Sannleikurinn hefur aldrei vafist fyrir öllum þeim sem komu að umönnun sjúklinganna frá upphafi og rannsókn lögreglu og dómkvaddra matsmanna staðfestir það sem ljóst hefur verið alla tíð”“