Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gómuðu leðurklæddan þjóf við Laugarásveg: „Þegar við snerum hann niður grét hann eins og barn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 30 apríl árið 1987 greindi DV frá sérkennilegri reynslu tveggja systkina þegar þau gómuðu innbrotsþjóf á heimili foreldra þeirra. Þjófurinn brást illa við þegar komið var upp um áætlanir hans og grét hástöfum þar til lögreglan kom á vettvang.

„Leðurklæddi þjófurinn smaug inn um ofurlítinn glugga á jarðhæð hússins laust fyrir klukkan 5 um nóttina. Húsráðendur voru erlendis en í þrem- ur herbergjum sváfu tveir synir þeirra, dóttir og tengdasonur og nýfætt bam. Innbrotsþjófurinn leit fyrst inn í her- bergi sonanna tveggja til að að gæta hvort þeir vætu ekki sofandi en gætti ekki að dótturinni og tengdasyninum. „Maðurinn hlýtur að vera videosjúkur. Hann var klæddur þröngum leðurfötum og með rauða hanska eins og atvinnuinnbrotsþjófar í bandarískum kvikmyndum. Þegar við snerum hann niður grét hann hins vegar eins og barn,“ sagði íbúi við Laugarásveg er lenti í harkalegum átökum við vel klæddan innbrotsþjóf aðfaranótt síðastliðins mánudags.

Sonurinn vaknaði upp við hávaðann. Hann lýsti reynslu sinni í samtali við blaðamann DV.

 „Ég vaknaði við ógurlegan hávaða, öskur og læti og rauk fram á gang. Mágur minn og systir höfðu þá vaknað við þrusk í þjófinum, stokkið upp stiga og náð á honum taki. Hann reyndi að komast að útidymnum, sparkaði systur minni út í horn en átti í vök að veijast fyrir mági mínum. Sameiginlega tókst okkur að draga hann inn í stofu og keyra niður. Mágur minn náði á honum hálstaki og settist við svo búið í ruggustól með þrjótinn á milli fóta. Ég hélt aftur á móti í hárið á honum og reiddi kókflösku til höggs ef hann ætlaði að hreyfa sig. Þá fór hann að gráta eins og lítið barn og hélt því áfram þar til lögreglan kom og hirti hann. Ekki var gráturinn minni þegar hann var leiddur út í lögreglubíl í leðurklæðunum. Þegar allt var yfirstaðið fundum við kveikjara mannsins hér á gólfinu, merktan Bón-og þvottastöðinni. Við erum að hugsa um að láta ramma hann inn“

Systkinin voru viss um að þjófurinn hafi ekki ekki verið undir áhrifum áfengis né annarra efna. Hann hafi verið snyrtilegur, vel klæddur og í dýrum klæðnaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -