Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Gönguleiðir ennþá lokaðar á kvöldin: „Gossvæðið er hættulegt svæði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan metur aðstæður þannig að ennþá verði gossvæðinu lokað eftir kl. 18:00 út af öryggisástæðum.

„Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu. Þá hafi rúmlega 3500 manns farið inn á gossvæðið í gær og allt gengið að mestu vel.

„Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leiðEE) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ og er almenningur minntur á að hlýða fyrirmælum lögreglu og að halda sig frá hættusvæðum. Þá mælir lögreglan með rykgrímum til að forðast megum. Lögreglan leggur til að börn þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungasjúkdóma láti það vera að mæta á svæðið.

„Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“

Þá er fólk að lokun minnt á að leggja bílum sínum í stæði við Suðurstrandarveg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -