Laugardagur 4. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Gosið gæti breytt um fasa: „Ný gosop gætu myndast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Staðan á gosinu mjög svipuð og í gær samkvæmt sérfræðingi Veðurstofu Íslands.

„Virknin fór náttúrulega mikið niður þarna eftir fyrsta daginn og það mallar ágætlega í gýg, svona fyrir miðju sprungunnar. Hraunið virðist vera að renna þarna aðallega til suðurs í dalverpi og í átt að Merardölum og þar,“ sagði Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við RÚV í morgun um stöðuna á gosinu.

Magnús segir að gosið gæti mögulega breyst. „Jú, eins og við þekkjum frá síðustu tveimur gosum, þá getur gosið breytt um fasa með stuttum fyrirvara og við kannski sjáum ekki mikið í okkar gögnum áður en nýtt gosop opnast.“

„Það er ekki auðvelt að segja hvar ný gosop gætu myndast en líklegustu staðirnir eru þó einhvers staðar á kvikuganginum, sem að liggur þarna í átt að og kannski innundir Keili að einhverju leyti,“ sagði Magnús um hvar mesta hættan væri þessa stundina.

Þá hafi sýni hafi verið tekin úr nýju kvikunni á svæðinu og ríki spenna eftir niðurstöðunni úr efnagreiningunni hjá Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -