Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, er ekki tilbúinn til að segja að eldgosinu á Reykjanesi sé lokið.
Þó að sumir vilji segja að eldgosinu við Litla-Hrút sé lokið vill Magnús Tumi ekki taka undir það, að minnsta kosti ekki strax.
„Meginatriðið þegar við horfum á eldvirkni á Reykjanesskaga þá koma upp tímabil með frekar tíðum en ekki mjög stórum gosum. Svo koma löng tímabil með engum gosum. Sem dæmi kom um Kristnitökuhraunið í kringum árið 1000 og svo gerðist ekkert fram til 1150, það er 150 ára hlé,“ sagði Magnús Tumi í viðtali við mbl.is um málið og ef að eldsumbrot myndu hefjast aftur þá væri þetta ennþá sama gosið
„Við sáum það í gosinu 2021, tveimur vikum eftir að gosinu lauk, þá rann kvika frá Geldingadölum og niður brekkuna, niður í Nátthaga í um tvær vikur, á milli staða í hrauninu. Það var ekki eiginlegt eldgos heldur tilfærsla. Svo er líka hitt að hraunið er sumstaðar svo gríðarlega úfið, þannig að þar er auðvelt að detta og meiða sig,“