Föstudagur 6. september, 2024
10.6 C
Reykjavik

Gosinu líklegast lokið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem eldgosinu sem hófst við Sundhnúk 29. maí sé lokið, að því er fram kemur á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands.

Litla virkni var að sjá í gær í eldgosinu og þegar Almannavarnir flugu flygildi yfir gíginn í hádeginu, sást þar engin virkni. Þá hefur aukreitis órói á nálægum jarðskjálftamælum dottið niður. Samkvæmt Veðurstofunni mælist hann nú svipað og fyrir gos.

Þó má búast við að eldra hraun haldi áfram í svolítinn tíma að skríða hægt meðfram Sýlingarfelli norðanverðu og við L1 varnargarðinn, þar sem spýjur hafa runnið yfir.

Þar hafa vinnuhópar unnið hörðum höndum að því að hamla framgangi hraunsins með því að setja upp jarðvegsgarða og beita vatnskælingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -