Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér tilkynningu lok gossins.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er sagt frá því að nú sé eldgosi í Litla-Hrúti lokið.
„Því má segja að enn einum kafla í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga sé lokið.“
Veðurstofan vill samt minna fólk á að fara gætilega um á svæðinu. „Sums staðar er aðeins þunn skel yfir annars funheitu og óstorknuðu hrauni. Jaðrar nýja hraunsins eru óstöðugir og úr þeim geta fallið stóri hraunmolar. Gas sem sleppur úr hrauninu getur safnast í dældir. Í kjölfar umbrotanna leynast líka sprungur á svæðinu sem skapa hættu.“