Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ráðið Barbara Hannigan sem aðalhljómsveitarstjóra og listrænan stjórnanda sveitarinnar en hún hefur störf í ágúst 2026 og tekur við af Eva Ollikainen sem hefur stýrt sveitinni síðan 2020.
Hannigan er óreynd þegar kemur að hlutverki aðalhljómsveitarstjórnun en hún hefur þó mikla reynslu á tengdum sviðum. Hún mun stjórna hljómsveitinni á sex áskriftartónleikum á hverju ári og hljóðrita og stjórna henni á tónleikaferðum. Hannigan mun einnig koma að vali á verkefnum og dagskrágerð sem listrænn stjórnandi.
Hannigan hlaut Grammy-verðlaun árið 2018 fyrir plötuna Crazy Girl Crazy.