Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Grátbroslegt tap Íslands gegn Tyrklandi – Hákon gerði stór mistök

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-4 fyrir landsliði Tyrklands fyrr í kvöld og er margt um þann leik að segja. Ísland komst yfir strax í upphafi leiks og stjórnaði leiknum allan fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik fengu Tyrkir hins vegar tvær sanngjarnar vítaspyrnur og nýttu aðra þeirra eftir að hafa skorað glæsilegt mark á 63. mínútu. Íslenska lið gafst þó ekki upp og náði að jafna leikinn en Íslands átti rétt fyrir markið að fá dæmda vítaspyrnu en dómarinn tók því miður ranga ákvörðun.

Staðan því 2-2 og sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Þá gerði Hákon Rafn, markmaður Íslands, sig sekan um stór mistök. Hann fékk sendingu til baka en í stað þess að sparka boltanum í burtu missti hann boltann frá sér og náði framherji Tyrklands að nýta sér mistökin og skora mark. Svo til að nudda salt í sárið skoruðu Tyrkir gullfallegt mark þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Orri Steinn Óskarsson og Andri Guðjohnsen voru markaskorar Íslands í leiknum.

Einkunnir leikmanna:

Hákon Rafn Valdimarsson – 4
Valgeir Lunddal Friðriksson – 6
Sverrir Ingi Ingason – 6
Daníel Leó Grétarsson – 6
Logi Tómasson – 5
Mikael Egill Ellertsson (78′) – 6
Jóhann Berg Guðmundsson – 6
Arnór Ingvi Traustason – 5
Mikael Neville Anderson (68′) – 6
Andri Lucas Guðjohnsen – 7
Orri Steinn Óskarsson – 7

Varamenn
Ísak Bergmann Jóhannesson (68′) – 6
Willum Þór Willumsson (78′) – 6

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -