Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Greinargerðin umdeilda: „Reikningar upp á tíu milljarða sem engar skýringar fengust fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, birti í gærkvöldi greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrum setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol sem stjórnarandstaðan hefur sagt hafa verið stungið ofan í skúffu og reynt að halda leyndri.

Í talsverðan tíma hefur Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols, reynt að fá greinargerð sína birta og hafa þingmenn í minnihluta Alþings kallað eftir því að hún verði birt. Þrátt fyrir mikinn þrýting frá almenningi og þingmönnum hefur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hingað til neitað öllum slíkum beiðnum og borið fyrir sig að um vinnuskjal sé að ræða en ekki fullunna greinargerð.

Birgir þarf ekki að þola þann þrýting lengur þar sem Þórhildur Sunna, þingmaður Pírata, fékk hana senda í persónulegt pósthólf sitt og birti hana í framhaldinu á heimasíðu Pírata. Mannlíf hafði samband við Þórhildi til að ræða málið.

„Mér fannst það liggja í augum uppi að það þyrfti að birta þessa greinargerð. Það liggja fyrir þrjú lögfræðiálit sem segja til um að það eigi að birta þessa greinargerð og tvær ákvarðanir forsætisnefndar um að það eigi að birta þessa greinargerð. Ásamt einlægum og skýrum vilja Sigurðar Þórðarsonar, mannsins sem skrifaði hana. Þetta liggur allt fyrir og í rauninni það eina sem stóð í veginum á þetta yrði birt var afstaða Birgis Ármannssonar,“ sagði Þórhildur Sunna um mikilvægi þess að greinargerðin yrði birt. „Þarna eru reikningar upp á tíu milljarða sem engar skýringar fengust fyrir. Það er mjög athyglisvert. Síðan auðvitað þetta með söluna á Klakka þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að Klakki hafi verið seldur fyrir um helming af andvirði sínu,“ sagði hún um þau atriði sem standa upp úr eftir lesturinn.

Þórhildur Sunna reiknar með fyrirsjáanlegum viðbrögðum ríkistjórnarinnar. „Þau eiga eftir að gera hvernig þessi greinargerð var birt að höfuðatriði og reyna hunsa eins og þau geta innihald greinargerðarinnar, eins og þau gera með allt. Þetta er mjög algeng taktík hjá þeim. Það er erfitt að kalla þau til ábyrgðar á þessu þegar þing er ekki að störfum, nú vonar maður að fjölmiðlar sjái um þetta.“

„Ég get ekki tjáð mig um það ennþá, ég er ekki búin að skoða þetta nógu ítarlega. Ég væri til að taka fund um þetta með sérfræðingum og fólki mér fróðara í svona gjörningum, “ sagði þingmaðurinn um hvort að lög hafi verið brotin.

- Auglýsing -

„Ég fylgist spennt með hvað kemur út úr vinnslu þessarar tilvísunar ríkissaksóknara og ég væri auðvitað til í að ríkistjórnin myndi heita því að fara í rannsókn á því í hvað þessir tíu milljarðar fóru. Það er ekki ásættanlegt að við vitum ekki til hvers tíu milljarðar af almannafé voru notaðir,“ sagði Þórhildur Sunna varðandi hver næstu skref ættu að vera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -