Svo virðist sem næsta vika verði ansi blaut ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands en gert er ráð fyrir rigningu víðast hvar á landinu fram til sunnudags. Í dag er spáð norðlægri átt, él eða skúrum norðanlands, einkum við ströndina. Hægari vindur syðra og hiti 2 til 8 stig. Á morgun má búast við vaxandi suðaustanátt með rigningu í nótt en hlýnar einnig í veðri.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
„Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast við suðvesturströndina. Dálítil rigning, en þurrt norðanlands. Bætir í vind og úrkomu á fimmtudag og talsverð úrkoma sunnanlands. Hiti 7 til 12 stig.
Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg átt, 10-18, en hægari vestantil. Rigning, talsverð suðaustantil, en úrkomulítið á Norðurlandi. Áfram milt.“