Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gríðarleg sorg í Neskaupstað eftir andlát leikskólabarns: „Samfélagið er brotið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var haldin fjölmenn minningarstund í Norðfjarðarkirkju eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn frá Neskaupstað lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð í byrjun vikunnar, eftir bráð veikindi. Sorgin er þungbær í samfélaginu að sögn sóknarprests.

„Samfélagið er brotið. Það er í þungu áfalli og sorg. Hluttekningin er alls ráðandi og hugurinn hjá foreldrum, bræðum og allri fjölskyldu barnsins,“ segir sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli í samtali við Austurfrétt.

Jóna Kristín leiddi athöfnina en séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Bryndís Böðvarsdóttir tóku einnig þátt í stundinni en þau hafa sinnt áfallavinnu í samfélaginu.

Samkvæmt Austurfrétt veiktist barnið skyndilega í lnok síðustu viku. Var það í fyrstu flutt með sjúkraflugi til Akureyrar og þaðan til Reykjavík. Þaðan var barnið svo flutt á sjúkrahús í Svíþjóð þar sem það lést, aðfaranótt mánudags.

Að sögn Jónu Kristínar sást við minningarstundina í gær, hvernig sorgin snerti alla í bæjarfélaginu. „Kirkjan var troðfull og þurfti að bæta við stólum til að fólk kæmist fyrir. Það sýnir sig að þegar svona áföll verða að fólki er nauðsynlegt að koma saman, leita stuðnings hvert hjá öðru og finna samkennd, samhryggð og samstöðu.“

Í kjölfar atviksins hafa prestar úr Austfjarðaprestakalli og Rauði krossin sinnt áfallahjálp en Jóna segir hjálpina beinast að nærsamfélaginu í Neskaupstað, til að byrja með, halda utan um fjölskylduna og sinna skólasamfélaginu, starfsfólkinu, börnunum, foreldrunum, starfsfélögum foreldra barnsins, auk þess sem reynt er að ná til annarra þeirra sem tengjast fjölskyldunni eða hafa orðið fyrir sárum missi einhvern tíma, sem nú ýfist upp.

- Auglýsing -

Leikskólinn í Neskaupstað verður lokaður í vikunni vegna áfallsins og eru fleiri vinnustaði hálflamaðir, að því er fram kemur í frétt Austurfréttar. Áfallateymisvinna verður áfram í Neskaupstað og í Fjarðabyggð í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -