Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Gríðarleg traffík á sjúkraskýrslu Páls: „Það eru einstaklingar þarna inni sem tengjast blaðamönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Mannlífsins er maður sem gengið hefur í gegnum mikinn ólgusjó en það er skipstjórinn Páll Steingrímsson.

Páll hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu árin en hann er skipstjóri hjá Samherja og komst í fréttirnar þegar hann var sakaður um að vera „skæruliði“ Samherja. Þá steig hann fram og sagði frá eiturbyrlun sem hann varð fyrir en í kjölfarið var síma hans stolið og komið í hendur fjölmiðla, að sögn Páls.

Í viðtalinu segir hann meðal annars frá því að af einhverjum ástæðum sé umferð inn á sjúkraskýrslu hans óvenju mikil.

„Ég hef ekki farið til læknis síðan í janúar í fyrra,“ sagði Páll við Reyni Traustason og hélt áfram. „En það er samt búið að vera að fara inn á sjúkraskýrsluna til 16 mars á þessu ári.“

Reynir spurði þá Pál hvort það gæti tengst hinni meintu byrlun.

„Þá væru það læknar sem færu þarna inn, ekki hjúkrunarfræðingar og slíkt fólk.“

- Auglýsing -

Reynir: „Var bara alls konar fólk að flækjast þarna?“

Páll: „Já.“

Reynir: „En tengingarnar við blaðamenn, hvernig?“

- Auglýsing -

Páll: „Það eru bara einstaklingar þarna inni sem tengjast blaðamönnum, blóðböndum jafnvel.“

Reynir: „En þú ert ekki að tala um blaðamennina sem eru aðilar í málinu?“

Páll: „Nei, eða ég veit það ekki, ég á eftir að klára að lesa í gegnum listann. Eins og ég er búinn að sýna þér, þá er ég bara rétt búinn að setja þetta upp en á bara eftir að skoða þetta í smáatriðum.“

Reynir: „En þú segir 1.550 heimsóknir, hvað var búið að fara oft inn á skrána þína áður?“

„620 sinnum,“ svaraði Páll og átti þá við á ævi hans.

Reynir: „Já, þetta er mikil traffík á skömmum tíma.“

„já, mér finnst það,“ svaraði Páll, sem sagðist ætla að kæra málið til Landlæknisembættisins og vonandi fá skýringar þar.

Segir Páll að hann viti um dæmi um að einstaklingar sem hann hafi aldrei hitt sem sjúklingur, hafi farið inn á sjúkraskýrslu hans yfir 100 sinnum.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -