Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

„Gríðarlegt áfall fyrir snarólétta konu mína, þegar þau stóðu á tröppunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Hreinsson, eða Dóri í Fjallakofanum eins og hann er oft kallaður, er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið.

Flestir útivistarmenn þekkja Halldór, enda hefur hann reynst mörgum vel í þeim geira. Hann er sjálfur útivistarmaður og hefur oftar en einu sinni komist í hann krappan í ævintýrum sínum. Halldór fer yfir víðan völl í viðtalinu, sem má í heild sinni lesa hér.

Mynd úr einkasafni

Halldór er þekktur fyrir greiðvikni meðal vina og kunningja. Hann er beðinn um að fara dálítið ofan í saumana á sögu um hann, sem blaðamaður hefur heyrt. Sagan snýst, að sögn blaðamanns, um Dani sem birtust á tröppum Halldórs og sögðust eiga að fá að vera heima hjá honum.

Ég er ekki mikið fyrir að segja sögur af sjálfum mér. Ég læt bara verkin tala. Þarna var ég að ferðast með erlenda ferðamenn, fjölskyldu, sem var þarna í útreiðartúr á einum heitasta degi júlímánaðar. Ég stalst inn í vínbúðina á Hvolsvelli til þess að kaupa mér eina kippu af Tuborg Gull, af því að ég átti þarna fjóra tíma aflögu á meðan þau voru á sínu hestaferðalagi.

Ég má aldrei einhvern ferðamann sjá öðruvísi en að athuga hvort allt sé í lagi, hvort hann sé eitthvað aumur. Ég sé tilsýndar þarna á þjóðveginum, að þar er par, rykugt og illa farið af sól, svo ég stoppa og bara spyr; „hvor skal du hen?“ – reyni að beita minni dönsku. Þau koma bara inn í bílinn og ætluðu að fara síðasta sólarhringinn á Vík, áður en þau færu heim. Ætluðu að komast í Reynisfjöru og svona. Þau gera það, nema að ég gef þeim náttúrlega bara af mínum bjór. Ég spyr: „Er du torstig?“, og gaf þeim hvoru sinn bjórinn, og þau voru svo ánægð.

Nema hvað, þarna var ég með þessa ferðamannafjölskyldu inni á Hótel Skógum og ég sé að strákpjakkurinn er með gítar. Ég spyr hann hvort hann sé að spila á þetta og hann segist vera búinn að læra í San Francisco. Ég segi þá að ég sé þarna inni á hótelinu og að það væri gaman ef hann kæmi kannski inn í kvöldmatinn og tæki nokkur lög. Ég náttúrlega átti ekki hótelið, en ég byrjaði á því að spyrja hótelstýruna: „Ef hann kemur, má hann þá spila?“ Nema hvað, hótelið var smekkfullt af Ameríkönum, þau koma þarna inn, hann sest í annað hornið á móti kærustunni sinni og hann byrjar. 

- Auglýsing -

Ég gleymi að segja þér frá því, að þarna áttu þau fimm evrur eftir í ferðasjóð og áttu 36 eða 40 klukkustundir eftir.

Það var gríðarlegt áfall fyrir snarólétta konu mína, þegar þau stóðu á tröppunum.

Hann byrjar að spila og þetta er svo fallegt, þetta er Mads Mouritz, sem átti nú reyndar íslenska kærustu eftir þetta, en ég ætla nú ekki að fara út í það. Þetta fannst mér vera næsti Kim Larsen Danmerkur, og það getur vel verið að hann sé á leiðinni þangað. En hann spilar þarna fjögur lög og það er staðið upp, það er klappað og hann þarf að taka aukalag og gerir það. Svo fara þau út og ég kem á eftir þeim, og hann segir: „Þarna komumst við í himnaríki og við erum hérna með 400 dollara eftir þetta, í tips.“ Þá segi ég að ef hann verði búinn að eyða þessu geti hann bara droppað við heima og gist á leiðinni út á völl. Ég var svo hughrifinn af þessum performans – ég á náttúrlega þessi lög, þessa diska og allt saman.

Það var gríðarlegt áfall fyrir snarólétta konu mína, þegar þau stóðu á tröppunum. Ég bað hana bara um að leyfa þeim að spila tvö lög inni í stofu. Ég kalla á nágrannana og er með svona smá stofukonsert og eftir það voru ekki neinar áhyggjur; þau fengu bara að gista.“

- Auglýsing -

 

Ýtið hér til að lesa helgarviðtalið við Halldór Hreinsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -