Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Grímsvötn gætu gosið á næstum dögum – Jökulhlaup hafið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús­ Tumi Guðmunds­son­, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, segir að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Hann reiknar með að stutt sé í eldgos og vill þá ekki vera nákvæmari en svo.

„Það er lítið hlaup í gangi. Það þýðir að þrýst­ing­ur er að minnka á Grím­svötn­um. Það eru meiri lík­ur á að það gjósi á meðan hlaup er í gangi eða í lok hlaups,“ sagði Magnús Tumi við mbl.is um málið en skjálfti sem mældist 4,3 reið yfir í morgun og er það stærsti skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Magnús telur að lítill fyrirvari geti verið á eldgosinu, sem yrði líklega sprengigos, en aðeins klukkustundar fyrirvari hafi verið á eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011 en Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins. 

„Við þurf­um að hafa vak­andi auga yfir því, þar sem Grím­svötn eru að síga. Þess vegna eru aukn­ar lík­ur að það verði gos á næstu dög­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -