Í gærmorgun dreifðist frítt Morgunblað inn um lúgur landsmanna en þar var meðal annars að finna viðtal við Sjálfstæðisþingmanninn Birgi Þórarinsson um meintar ofsóknir gyðinga á Íslandi um þessar mundir. Grími Atlasyni þótti viðtalið skrítið.
„Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“
Þá minnist Grímur á frétt á Vísi þar sem Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er með „hræðsluáróður gegn hælisleitendum“ eins og Grímur kallar það. Bendir hann einnig á lygar Ásmundar gagnvart eiginkonu Gríms, Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar.
Grímur snýr sér svo að Vinstri grænum:
Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því.“