- Auglýsing -
Rúmlega 1.200 manns fóru til Grindavíkur í gær en þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Flestir þeirra sem fóru eru sagðir vera íbúar en einnig voru viðbragðsaðilar sem fóru inn í bæinn.
Vel gekk að koma íbúum inn í bæinn frá Nesvegi og Strandvegi og hafa viðbragðsaðilar yfirsýn yfir hversu margir dvelji í bænum. Í tilkynningunni segir einnig að unnið sé að því að fara yfir umsóknir sem snúa að aðstoð við Grindvíkinga. Umsóknirnar séu margar og verður þeim öllum svarað.