Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Grindvíkingum hleypt inn með skipulögðum hætti: „Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákveðið hefur verið að hleypa Grindvíkingum inn í Grindavíkurbæ með skipulögðum hætti, frá og með þessari stundu.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem segir að ákvörðun var tekin um að hleypa íbúum inn í Grindavík frá og með þessari stundu. Það verði gert með skipulögðum hætti.

Hér má sjá tilkynninguna:

Íbúar og fyrirtæki austan megin við Víkurbraut og norðan við Austurveg eru í fyrsta hópi:

Víkurhóp-Norðurhóp-Hópsbraut-Suðurhóp-Efrahóp-Austurhóp-Miðhóp-Stamphólsvegur-Víðigerði-Austurvegur-Mánagata-Mánasund-Mánagerði-Túngata-Arnarhlíð-Akur-Steinar-Marargötu og Vesturhóp

Fyrirtæki við:

- Auglýsing -

Hafnargötu-Seljabót-Miðgarð-Ránargötu-Ægisgötu (sunnan við Seljabót)-Garðsvegur-Verbraut-Víkurbraut- Hafnarsvæðið

Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall.

Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fer fram upplýsingataka og skráning, ásamt því að fólk fær frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið í bílum viðbragðsaðila inn í bæinn.

- Auglýsing -

Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.

Til athugunar fyrir íbúana

  • Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara
  • Aðeins verður leyfi fyrir tvo aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili
  • Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað
  • Munið eftir húslykli
  • Búr fyrir gæludýr ef þörf er á
  • Poka eða annað undir muni
  • Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu.
  • Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni.
  • Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk
  • Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila

Ítrekað er að þetta er ekki léttvæg ákvörðun. Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk sem verða sett.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -