Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Grindvíkingur furðar sig á samskiptaleysi: „Kíkja aftur og aftur og sjá ekkert!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson furðar sig á samskiptaleysi milli yfirvalda og Grindvíkinga.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann hneykslast á því hversu erfitt það sé fyrir Grindvíkinga að fá upplýsingar um sína hagi.

„Merkilegt.

Tæknin til rafrænna samskipta yfir höf og lönd, af jörðu til hálofta, af hafsbotni til yfirborðs, jafnvel til tunglsins, á milli landshluta, meira að segja á milli húsa í göngufæri, hefur aldrei í sögunni verið meiri og betri.
Samt er það svo að nú þurfa Grindvíkingar í biðstöðu að kíkja á tölvupóstinn sinn margoft á degi hverjum í von um að fá einhverjar upplýsingar um sín mál, jafnvel afkomu og fjárhag til framtíðar!“ Þannig hefst færsla Björns og heldur svo áfram: „Kíkja aftur og aftur og sjá ekkert! Frétta ekkert um sín eigin mál jafnvel svo vikum skiptir! Hvaða tækni á eftir að finna upp til að kippa þessu í liðinn? Eða þarf kannski að klóna fólk sem vill tala við annað fólk undir fjögur augu, eða bara símleiðis til vara?“

Að lokum segi hann Grindvíkinga bíða með öndina í hálsinum.

„Þó ekki væri nema til að kunna að senda fjölpóst í tölvupósthólf fólks sem bíður með öndina í hálsinum eftir fréttum sem varða framtíð þess – eftir að það tapaði fortíðinni að mestu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -