Maðurinn sem er grunaður um að hafa drepið Jaroslaw Kaminski segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.
Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sem er grunaður um að banað Jaroslaw Kaminski í Hafnarfirði þann 17. júní hafi lýst því yfir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti að sæta gæsluvarðhaldi til 8. september.
Þá er greint frá textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi áður en hann á að hafa banað Jaroslaw. „Þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig.“
Þrjú vitni sem voru teknar skýrslur af sögðu manninn hafa sagt þeim frá því að hann hefði stungið Kaminski en var hann stunginn fimm sinnum.