Skúli Tómas Gunnlaugsson, fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, starfar nú á Landspítalanum þrátt fyrir að vera grunaður um að hafa myrt sex sjúklinga.
Lögreglurannsókn á hendur honum er við það að ljúka. Niðurstaða hennar virðist vera að Skúli hafi sett samtals sex sjúklinga í tilefnislausa lífslokameðferð. Málið verður sent til héraðssaksóknara innan skamms.
RÚV greinir frá því að þrátt fyrir þett starfar hann enn á Landspítalanum. Hann starfar á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi. Landspítalinn fullyrðir þó að hann sinni ekki sjúklingum.
Móðir Begga Dan var meðal þeira sjúklinga sem Skúli setti í lífslokameðferð að tilefnislausu. Hann segist ekki sáttur á Facebook og grunar að ekki sé allt með felldu hvað þetta varðar. Hann skrifar:
„Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig stendur á því að læknir sem er grunaður um að hafa myrt sex manneskjur sé ennþá að vinna á spítala? Lögreglan hefur lokið rannsókn málsins og mun senda áfram til ákærusviðs. Hvað er að gerast? Ég er farinn að halda að þetta snúist um spillingu og klíkuskap. Ég er vægast sagt reiður.“