Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Grunaður um mansal á dreng – brotið á barn­inu kyn­ferðis­lega og beitt van­v­irðandi meðferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 28. apríl hafði lög­regla af­skipti af karl­manni sem hafði ung­an dreng í för með sér. Þeir komu sam­an með flugi frá Kaup­manna­höfn og voru án ferðaskil­ríkja, en karl­maður­inn fram­vísaði af­rit­um af ætluðum vega­bréf­um.

Grun­ur leik­ur á að brotið hafi verið gegn barn­inu kyn­ferðis­lega og það beitt van­v­irðandi meðferð.

Karl­maðurinn sem grunaður eru um man­sal á ung­um drengnum, var úr­sk­urðaður í 10 daga gæslu­v­arðhald sem renn­ur út í dag.

Á flakki um Evrópu með barnið

Eftir að karl­maður­inn kom til landsins óskaði hann eft­ir alþjóðlegri vernd fyr­ir sína hönd og drengs­ins.

Hann kvaðst hafa verið á flakki um Evr­ópu í þrjú ár ásamt barn­inu, og skilið það um tíma eft­ir hjá skyld­menn­um.

Þá fram­vísaði hann gögn­um til stuðnings heim­ild sinni til að ferðast með barnið, en lög­regla tel­ur skjalið ótraust og geta sér­fræðing­ar ekki full­yrt um inni­haldið, að því sem fram kem­ur í dómi Héraðsdóms Suður­nesja, sem staðfest­ur var af Lands­rétti. 

- Auglýsing -

Unnið að því að finna forráðamenn barnsins

Lög­regla vinn­ur að því að sann­reyna framb­urð manns­ins, sem þykir ótrú­verðugur. Þá er einnig unnið að því að bera kennsl á mann­inn og barnið, rekja ferðir þeirra og finna for­ráðamenn barns­ins.

Þann 9.maí var maður­inn yf­ir­heyrður og breytti þá framb­urði sín­um. Gaf hann aðrar skýr­ing­ar á ferðum sín og barns­ins en hann hafði áður gefið og nú vinn­ur lög­regla að því að rekja ferðir þeirra út frá þeim upp­lýs­ing­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -