Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Grunnskólabarn flúði lögregluna á 150 kílómetra hraða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óvenjulegt mál kom upp hjá lögreglunni í nótt.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að 15 ára gamalt barn hafi keyrt á göngustígum til flýja lögreglu í Garðabæ á 150 kílómetra hraða. Var bíllinn upphaflega stoppaður fyrir að sinna ekki stöðvunarmerkjum. Í bílnum var svo annað 15 ára barn. Voru bæði börnin handtekin. Haft var samband við foreldra beggja þegar komið var á lögreglustöðina.

Þá var einstaklingur handtekin fyrir að berja í bíla í miðbænum með barefli en á meðan því stóð var hann að öskra á fólk. Nokkrir bílar lentu því leiðindaatviki að sprengja dekk eftir að hafa ekið í holu. Lögreglan stöðvaði akstur við holuna og beið eftir að vegagerðin kæmi á svæðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -