Lögregla var kölluð til í gærkvöldi vegna grunsamlegra aðila með skíðagrímur í miðbænum. Þegar komið var á staðinn voru grímuklæddu mennirnir á bak og burt. Skömmu síðar í sama hverfi barst lögreglu tilkynning um öskrandi aðila fyrir utan hús í sama hverfi.
Maðurinn hafði látið sig hverfa áður en lögregla kom á vettvang.
Ökumaður var stöðvaður af lögreglu en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og voru skráningarmerki bifreiðarinnar fjarlægð þar sem að aðalskoðun hafði ekki verið sinnt. Lögregla stöðvaði auk þess aðra ökumenn sem grunaðir eru um svipuð brot. Í Kópavogi sinnti lögregla útkalli vegna innbrots á gistiheimili og hafði afskipti af spólandi bifreiðum í Mosfellsbæ.