Lögreglu barst tilkynning um grunsamlegan pakka í Hlíðunum í gærkvöldi en þegar komið var á vettvang var ekkert að sjá. Aðeins fimm mínútum áður hafði lögregla handtekið tvo menn í sama hverfi en eru þeir báðir grunaðir um fíkniefnasölu.
Síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðarslys í Kópavogi. Þar hafði hjólreiðamaður dottið í hálku og slasast. Sjúkrabifreið flutti manninn á bráðadeild. Í Breiðholti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar. Um minniháttar meiðsl var að ræða en ekki er vitað hverjir voru að verki. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti og stöðvaði meðal annars ökumenn sem óku of hratt auk ölvaðs ökumanns í miðbænum.